Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Setja ofan í við Bjarna

19.03.2012 - 14:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Náttúrverndarsamtök Íslands biðja alþingismenn að forðast gífuryrði og klámhögg í umræðu um Rammaáætlun. Þetta kemur fram í bréfi til allra þingmanna sem Árni Finnson formaður samtakanna undirritar.

Vitnað er í orð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi að með „baktjaldamakki" væru „öfgamenn í umhverfismálum hreinlega að taka orkumál á Íslandi - og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar - í gíslingu." Bjarni vísi með þessum ummælum einkum til þess að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita með uppistöðulóni í Þjórsárverum hafi verið settur í verndarflokk í fyrirliggjandi drögum að þingsályktunartillögu um Rammaáætlun. Samtökin segja að Bjarni hafi greinilega ekki fylgst vel með þróun þessa máls. Tillögur í þessa átt hafi legið fyrir frá árinu 2003.  Árás formanns Sjálfstæðisflokksins á þann mikla fjölda fólks sem sé hlynnt náttúruvernd beri vott um vanþekkingu og lítilsvirðingu. Þingmenn flokksins hljóti að gera rætt kosti og galla Rammaáætlunar á málefnalegan hátt.