
Sér fyrir sér sameiningu nær alls Austurlands
Sameiningarviðræður þessara sveitarfélaga hófust í fyrra að undangenginni könnun á meðal íbúa um vilja þeirra til sameiningar.
Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir um gang viðræðna og leitað eftir hugmyndum íbúa um útfærslu sameiningar og annað það sem máli skiptir við sameiningu sveitarfélaga.
Aðalheiður segir að viðræður gangi vel, vilji sé til sameiningar sem feli í sér mikla hagræðingu fyrir lítil sveitarfélög; rekstrarkostnaður þeirra hafi aukist á síðustu árum á sama tíma en að tekjustofnar hafi ekki vaxið í réttu hlutfalli við það.
Ráðgert er að kjósa um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga í haust og Aðalheiður telur að verði af henni þá sé líklegt að í framhaldinu muni þetta nýja og stóra sveitarfélag, með um 5.000 íbúa, sameinast Fjarðabyggð.
„Já, og það eru margir sem hafa þá framtíðarsýn,“ segir Aðalheiður.
„Ég hugsa að það sé dálítið langt í það, en ég sé það alveg gerast, já. Þetta eru rúmlega 10.000 manns sem búa á svæðinu,“ sagði Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.