Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sentsov fær Sakharov-verðlaunin

25.10.2018 - 10:19
epa04864819 Ukrainian film director Oleg Sentsov and activist of  Ukrainian "Maidan" revolution looks from a court cage during a trial in Rostov-on-Don military court, 29 July 2015. Oleg Sentsov was arrested in Crimea 11 May 2014 by Russian
Oleg Sentsov í réttarsal í Rostov í júlí 2015. Mynd: EPA
Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov fær í ár Sakharov-verðlaunin, mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins sem kennd eru við rússneska vísinda- og andófsmanninn Andrei Sakharov. Fréttastofan AFP greindi frá þessu og kvaðst hafa eftir fulltrúum á Evrópuþinginu. 

Sentsov, sem er frá Krímskaga, var handtekinn þar eftir að svæðið var innlimað í Rússland árið 2014. Hann var sakaður um hryðjuverkastarfsemi. Handtaka hans vakti víða hörð viðbrögð og var fordæmd af kvikmyndagerðarfólki um allan heim.

Í ágúst 2015 var Sentsov dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann fór í mótmælasvelti í vor, svelti sig í 87 daga, og krafðist þess að Úkraínumenn sem væru pólitískir fangar í Rússlandi yrðu látnir lausir. Veita á Sakharov-verðlaunin í Strassborg 12. desember.