Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sentsov dæmdur í 20 ára fangelsi

25.08.2015 - 12:29
FILE - In this Tuesday, July  21, 2015 file photo Oleg Sentsov sits behind glass in a cage at a court room in Rostov-on-Don, Russia. Russian prosecutors are asking a court to send a Ukrainian filmmaker to prison for 23 years on charges of conspiracy to
Oleg Sentsov. Mynd: AP
Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun úkraínska kvikmyndagerðarmanninn Oleg Sentsov í 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi.

Sentsov var gefið að sök að hafa farið fyrir hópi manna sem sakaður er um að hafa framið og skipulagt hryðjuverk á Krímskaga eftir að skaginn var innlimaður í Rússland í fyrra. Félagi hans Alexander Kolchenko var dæmdur í 10 ára fangelsi.

Sentsov var handtekinn í maí í fyrra, en hann hafði þá lýst yfir andstöðu við innlimun Krímskaga í Rússland. Mannréttindasamtök og þekktir kvikmyndaleikstjórar fordæmdu handtöku og ákærur á hendur Sentsov, þeirra á meðal Wim Wenders og Pedro Almodóvar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV