Sendu póstkort á alla Dýrfirðinga

Mynd:  / 

Sendu póstkort á alla Dýrfirðinga

17.12.2018 - 08:44

Höfundar

Listakonan Guðbjörg Lind Jónsdóttir stóð fyrir þátttökugjörningi í veislu á vegum íslenska sendiráðsins í Genf á dögunum. Þá sendu veislugestir öllum Dýrfirðingum póstkort.

„Mig langaði til að tengja þetta alþjóðasamfélag, þessar stofnanir sem að fjalla um okkar málefni, [...]  Fá þá til að tengja sig við hvern og einn einstakling sem þeir eru að senda kort,” segir Guðbjörg Lind. Það voru því óvenju mörg bréf í pósttösku Sigþórs pósts á Þingeyri þennan dag og enginn Dýrfirðingur, á grunnskólaaldri og uppúr, undanskilinn.

Það heyrir til tíðinda að póstkort séu í farateski Sigþórs. „Póstkort eru ekki daglegur viðburður hjá mér, þetta er orðið sáralítið,” segir hann. Póstsendingin er fyrsti hluti af þáttökugjörningi Guðbjargar en hugmyndin er að safna póstkortunum aftur saman og að þau verði hluti af sýningu sem að Guðbjörg Lind hyggst setja upp næsta sumar.