Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Selur á tjaldstæðinu í Laugardal

03.08.2015 - 08:53
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Jóhanna Guðbrandsdóttir
Selskópur strauk úr Húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík í nótt og heimsótti gesti á tjaldstæðinu skammt frá. Tjaldbúar og vaktfólk þar urðu varir við hann upp úr klukkan sex í morgun og létu lögreglu vita.

Hann var ekki á því að láta ná sér, fór hratt yfir og reyndi ítrekað að bíta laganna verði. Þeir náðu honum að lokum og komu honum til síns heima í Húsdýragarðinn.

Einn lögreglumaður varð fyrir biti og fór hann á slysadeild til öryggis.

Hrefna Rós Matthíasdóttir
Fréttastofa RÚV