Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Selja Sýrlendingum orrustuþotur

23.01.2012 - 10:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnvöld í Moskvu hafa undirritað saningum um sölu á orrustuþotum til Sýrlands. Rússneska blaðið Kommersant greinir frá þessu og segir að áformað sé að selja Sýrlendingum 36 orrustuþotur af gerðinni Yak-130.

Talsmaður Rosoboronexport vildi ekki staðfesta frétt blaðsins, en stofnunin annast innkaup og sölu á hergögnum fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Rússar hafa lengi stutt stjórnvöld Í Damasakus og í gegnum tíðna selt þeim flugvélar, flugskeyti, skriðdreka og önnur hergögn.