Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Sektuðu Crowe fyrir blótsyrði

21.08.2012 - 15:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Fjórir ungir leikarar sem léku börn Nóa í mynd leikstjórans Darrens Aronofskys voru eins konar málfarslögregla á tökustað og sektuðu leikara um þúsund krónur fyrir hvert blótsyrði sem hrökk af vörum þeirra.

Börnin innheimtu um fjórtán þúsund krónur í sektir og komu færandi hendi í Rauða krossinn í dag. Fylgdi það sögunni að stjórstjarnan Russel Crowe hefði lagt til stærstan hluta upphæðarinnar.