Nokkrar konur á ströndinn í frönsku Rívíerunni við Cannes hafa verið sektaðar fyrir að klæðast búrkíní. Búrkíni eru efnismikil sundföt sem hylja allan líkamann. Fyrr í mánuðinum voru þessi sundföt bönnuð í strandabænum Cannes.
Konurnar voru sektaðar um allt að 5.000 íslenskar krónur, eða 36 evrur.
Rök borgarstjóra Cannes, David Lisnard, fyrir banninu eru öryggi og ró meðal almennings. Hann segir búrkíní vera eina af táknmyndum öfgafullrar íslamstrúar og þar sem Frakkland hafi orðið fyrir mannskæðum árásum öfgafullra íslamista sé brýnt að banna öll tengsl við slíka hópa.
Í Frakklandi hefur einnig verið bannað að klæðast búrku og niqab síðan 2004.