Seinni sláttur í fullum gangi í hreppum

Mynd með færslu
 Mynd:

Seinni sláttur í fullum gangi í hreppum

05.09.2013 - 11:37
Við getum slegið fram að jólum ef að tíðin er þannig sagði Unnsteinn Hermannsson bóndi á Langholtskoti í Hrunamannahreppi í Morgunglugganum á Rás eitt. Annars hefur þetta verið mjög erfitt tíðarfar og gert vinnu bænda erfiða þar sem mest hefur ringt.

Unnsteinn rekur nautgripabú með fjölskyldu sinni, en allir nautgripir á bænum fá eingöngu hey og kjarnfóður, engin eiturefni eða lyf eru notuð.