Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Seinkun á upphafi gæsaveiða

20.08.2013 - 10:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Vegna seinkunar á varpi á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs má ekki veiða þar gæs fyrr en 1. september. Austursvæði þjóðgarðsins nær frá Jökulsá á Fjöllum í vestri að friðlandinu í Lónsöræfum í austri. Gæsaveiðitímabilið hófst á miðnætti.

Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur sagði í samtali við fréttastofu RÚV í gær að hann teldi líklegt að margir veiðimenn hafi mundað byssur sínar um leið og tímabilið hófst.

Umhverfisstofnun minnir veiðimenn á að óheimilt er að skjóta ófleyga fugla en búast má við ófleygum gæsaungum á fyrstu dögum tímabilsins. Þá eru veiðimenn minntir á alfriðun blesgæsar sem hefur verið friðið síðasta áratug.

Tengdar fréttir