Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Seigar súkkulaðismákökur

Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm
Þessar súkkulaðismákökur innihalda allskyns uppáhalds galdrahráefni sem gera þær ómótstæðilegar, eins til dæmis möndlusmjör, macadamiahnetur, dökkt og hvítt súkkulaði. Já, haldið ykkur nú!

Seigar súkkulaðismákökur

75 g macadamia hnetur
75 g möndlur
50 g hrásykur/kókospálmasykur/palmyra jaggery
½-1 tsk. vanilluduft
2 msk. möndlusmjör/mauk
1-2 msk. kaldpressuð kókosolía (eða smjör)
50 g 56% súkkulaði
50 g hvítt súkkulaði
1 egg (landnámshænu/af frjálsum hænum)

Hitið ofninn í 170°C.
Hakkið macadamia hnetur í mjöl í blandaranum ykkar og setjið í skál. Gerið það sama við möndlurnar.
Blandið þessu tvennu saman aðeins og bætið við sætu, vanillu, möndlusmjöri og kókosolíu.
Hakkið dökkt og hvítt súkkulaðið í blandaranum ykkar líka (í mjöl/mjög smátt) eða saxið smátt.
Bætið við í skálina ásamt eggi og blandið saman með fingrunum.
Setjið um eina matskeið fyrir hverja köku á bökunarpappír og bakið í um 20-22 mínútur.

Þetta gera um 15 kökur. Athugið að þær virka ekki alveg tilbúnar og detta í sundur ef þið farið að eiga við þær heitar. Látið þær kólna ögn og þá verða þær fullkomnar. Geymast vel í ísskáp í nokkra daga og miklu lengur í frysti.

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir