Donald Trump Bandaríkjaforseti segir herskipið USS Boxer skotið niður íranskan dróna í Hormússundi í gær. Íranar lýstu því yfir að þeir vissu ekki til þess að dróni á þeirra vegum hefði verið skotinn niður.
Að sögn forsetans greip skipstjórinn til varnaraðgerða er dróninn var í um 914 metra fjarlægð frá skipinu. Þrátt fyrir ítrekuð skilaboð um að draga sig til hlés hélt dróninn áfram flugi sínu í námunda við skipið og var hann því skotinn niður.
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Trump sagði þetta einungis nýjasta dæmið um ögrandi og fjandsamlegar aðgerðir Írana gegn skipum á alþjóðlegu hafsvæði. Bandaríkin áskildu sér fullan rétt til að verja þegna sína, mannvirki og hagsmuni.
Í júní skaut íranski byltingavörðurinn niður bandarískan dróna á svipuðum slóðum.