Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Segjast hafa skotið niður íranskan dróna

19.07.2019 - 03:00
epa07725933 (FILE) - A handout photo made available by the US Navy Media Content Operations on shows the USS Boxer (LHD-4), a Wasp-class amphibious assault ship, transiting the East Sea during Exercise Ssang Yong, 08 March 2016(reissued 19 July 2019). According to media reports on 19 July, US President Donald Trump said, the USS Boxer shot down an Iranian drone after it came within a kilometer of the ship.  EPA-EFE/MCSN CRAIG Z. RODARTE / HANDOUT HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
USS Boxer. Mynd: EPA-EFE - US NAVY
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir herskipið USS Boxer skotið niður íranskan dróna í Hormússundi í gær. Íranar lýstu því yfir að þeir vissu ekki til þess að dróni á þeirra vegum hefði verið skotinn niður.

Að sögn forsetans greip skipstjórinn til varnaraðgerða er dróninn var í um 914 metra fjarlægð frá skipinu. Þrátt fyrir ítrekuð skilaboð um að draga sig til hlés hélt dróninn áfram flugi sínu í námunda við skipið og var hann því skotinn niður.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Trump sagði þetta einungis nýjasta dæmið um ögrandi og fjandsamlegar aðgerðir Írana gegn skipum á alþjóðlegu hafsvæði. Bandaríkin áskildu sér fullan rétt til að verja þegna sína, mannvirki og hagsmuni.

Í júní skaut íranski byltingavörðurinn niður bandarískan dróna á svipuðum slóðum.