Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Segja menn hafa fallið í Svarfaðardalsá

07.08.2016 - 03:10
Mynd með færslu
 Mynd: Sigrún Björg Aradóttir
Lögreglunni á Dalvík barst tilkynning frá vegfaranda skömmu eftir miðnætti í nótt sem kvaðst hafa orðið vitni að því að tveimur mönnum var kastað út úr bíl á brúnni yfir Svarfaðardalsá, sunnan Dalvíkur. Annar maðurinn hafi kastast á handrið og brúnni og farið yfir það og hugsanlega í ánna. Frá þessu er greint á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra.

Mennirnir tveir hafa ekki fundist og engin ummerki eftir þá. Björgunarsveitir voru kallaðar til leitar og þræða þær nú árbakka og leita á bátum á ánni. 
Bifreiðin sem um ræðir er talin grænleit jeppabifreið. Henni var ekið áleiðis til Dalvíkur og síðan inn Svarfaðardalsveg. 

Lögreglan biður þá sem hafa frekari upplýsingar um bifreiðina eða farþegana tvo um að hafa samband við lögregluna á Dalvík í síma 444-2865, eða 112.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV