Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Segja gyðingahatur í Passíusálmunum

24.02.2012 - 12:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Stofnun Simon Wiesenthals í Los Angeles hefur skrifað Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem lestri Passíusálmanna í útvarpi er mótmælt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur hefur birt bréfið á bloggsíðu sinni. Í bréfinu lýsir stofnunin yfir áhyggjum vegna gyðingahaturs sem sagt er gegnsýra Passíusálmana. Þar megi finna meira en 50 vísanir um gyðinga, allar sýni þá í neikvæðu ljósi.

Útvarpsstjóri sagðist í samtali við fréttastofu ekki enn hafa fengið neitt slíkt bréf, en hann muni kynna sér efni þess síðar í dag.