Í þættinum kemur meðal annars fram að Benedikt segir koma til greina að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, í ljós hafi komið að of bratt hafi verið farið við stjórnarslit og að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að gefa nauðsynleg svör í tengslum við uppreist æru.
Helstu áherslur Viðreisnar
Viðreisn var stofnuð í maí í fyrra og fékk rúm tíu prósent atkvæða og sjö menn kjörna í Alþingiskosningunum í fyrra. Fylgi flokksins hefur hins vegar dalað jafnt og þétt undanfarna mánuði og hann mælist nú með aðeins þriggja prósenta fylgi. Verði það niðurstaða kosninganna næði flokkurinn ekki manni á þing.
Hvaða mál ætlar Viðreisn að setja á oddinn, til þess að auka fylgi sitt fram að kosningum, og með hverjum vilja þeir starfa? Benedikt Jóhannsson, situr fyrir svörum, en þáttinn í heild sinni er að finna hér að neðan.