Segir vændi tíðkast í óperuheiminum

Mynd með færslu
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona.  Mynd: Skjáskot úr myndbandi við Jó
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona á Ítalíu, segir að í óperuheiminum tíðkist vændi. Fyrir tólf árum stóð henni stórt hlutverk til boða en hefði þurft að sofa hjá óperustjóra til að fá hlutverkið. Hún neitaði og segir það hafa skemmt fyrir sér. Rætt er við Höllu Margréti í Morgunblaðinu.

Halla hefur búið á Ítalíu í um 25 ár. Hún varð þekkt hér á landi þegar hún söng lagið Hægt og hljótt fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1987. Halla segir starf óperusöngvara á Ítalíu vera ótryggt, engin séu fastráðin og spillingin mikil.

Á tíma­bili stóð mér til boða stórt hlut­verk en þegar ég gerði mér grein fyr­ir því hvað ég þurfti að borga fyr­ir það hlut­verk þá svaraði ég: ég fór ekki sex þúsund kíló­metra til þess að vera mella. Ég fór sex þúsund kíló­metra og færði marg­ar fórn­ir til þess að syngja. Þetta svar mitt varð mjög ör­laga­ríkt. Því með því að svara svona hreint út var ég búin að loka á mig,“ segir Halla í viðtalinu í Morgunblaðinu. Hún segir óperuheiminn á Ítalíu mjög lítinn og að allir óperustjórnendurnir þekkist og myndi saman sérstakt net. „Og versti óvin­ur þeirra er listamaður sem þeir halda að gæti kært þá,“ seg­ir hún.

Hún kveðst orðlaus yfir ásökunum kvenna á Facebook um kynferðislega áreitni og ofbeldi því að vitað sé að listaheimurinn gangi út á þetta; spillingu og að selja sig. Ef konur sofi hjá óperustjóra sé símanúmeri þeirra dreift og þeim skilaboðum með að söngkonan sé góð í hlutverkið. Fólk viti hvað það þýði. „Þetta er spurn­ing um vald. Ég sagði nei fyr­ir tólf árum en hef þurft að súpa seyðið af því.“

Hér má lesa viðtalið við Höllu Margréti á mbl.is.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi