Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Segir þingrofsheimild ekki kúgunartæki

05.04.2016 - 14:04
Mynd: RÚV / RÚV
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands um að synja þingrofsbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sé fullkomlega rökrétt. Ríkisstjórnarflokkarnir verði að komast að efnislegri niðurstöðu um samstarfið en ekki eigi að fara í hráskinnsleik með stjórnskipan landsins.