Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Segir rangt að samningur hafi legið á borðinu

23.04.2018 - 15:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Þór Ægisson - RÚV
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það sé rangt að samningur hafi legið á hennar borði við ljósmæður í heimaþjónustu, hið rétta sé að minnisblað hafi verið á hennar borði með tillögum um breytingar á samningi. Fulltrúar ráðuneytisins hafi fundað með Sjúkratryggingum vegna málsins í dag, sá fundur hafi gengið vel og verði fundað aftur á morgun.

Hún hafi hins vegar skrifað öllum heilbrigðisstofnunum og farið fram á þjónustu við verðandi mæður og nýbura verði sinnt þar til niðurstaða liggi fyrir.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem spurði Svandísi um stöðuna í kjaradeilu ljósmæðra og spurði hvort samtals- og sinnuleysi ráðherra í málinu væri ekki farið að valda skaða.  

Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, spurði heilbrigðisráðherra líka í óundirbúinni fyrirspurn nú á fjórða tímanum um stöðu málsins og hvers vegna upplýsingar væru misvísandi. Og hún spurði ráðherra hvort ekki væri vilji til að koma til móts við ljósmæður í heimaþjónustu og kröfur þeirra um hækkun fyrir þjónustuna. 

 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV