Segir orðræðu þingmannanna óverjanlega

30.11.2018 - 13:04
Mynd:  / 
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgönguráðherra segir að umræða þingmannanna sex á Klausturbar í síðustu viku sé sorgleg, dapurleg og óverjanleg. Hann telur að svona orðræða tíðkist ekki víðar í stjórnmálum.

Hvernig mun samstarfið vera á þinginu á næstu dögum og vikum? „Það hlýtur að vera óhjákvæmilega erfitt í mörgum tilvikum,“ segir Sigurður. „Ég tel nú reyndar að þetta hafi nú þegar haft verulegar afleiðingar fyrir viðkomandi þingmenn. Það verða hver og einn þingmaður að gera það upp við sig hvernig hann axlar þá ábyrgð. Ég ætla ekki að setjast í það dómarasæti,“ bætir Sigurður Ingi við.

„Ég held að þetta hafi komið okkur öllum á óvart hversu langt er gengið í þessari umræðu,“ segir Sigurður.