Segir Ólaf einan hafa verið á móti

Mynd með færslu
 Mynd:
Sigurður Hreinsson, ábúandi að Miðhrauni II, segir að eini landeigandinn sem hafi gert athugasemdir við framkvæmdir við heitavatnslögn í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi séu hjóninn Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Hann segir fund hreppsnefndar í gær hafa verið ólöglegan.

Allt var upp í loft í hreppnum í gær þegar lögregla var kölluð til vegna hitaveituframkvæmda í hreppnum. Ásakanir gengu á víxl milli þeirra sem stóðu að framkvæmdunum og annarra sem hafa reynt að koma í veg fyrir þær.

Sveitastjórn hreppsins komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum síðdegis í gær að framkvæmdin hefði verið í leyfisleysi og var hún því stöðvuð.

 Og við þetta er Sigurður Hreinsson, ábúandi að Miðhrauni II og einn þeirra sem stóð að framkvæmdunum ekki sáttur. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér nú síðdegis segir hann fund hreppsnefndarinnar í gær hafa verið ólöglegan. Ekki hafi verið boðað til hans með lögmætum hætti. Þá bendir Sigurður á að skipulagsfulltrúi hreppsins hafi ekki setið fundinn og hafi því ekki komið að afgreiðslu málsins með nokkrum hætti. „Og því er ljóst að ákvörðunin var ekki byggð á faglegum forsendum.“

Sigurður segist í yfirlýsingunni hafa verið borinn afar þungum sökum í fjölmiðlum - hann hafi verið sakaður um að beita starfsmann Ólafs Ólafssonar líkamlegu ofbeldi. „Lögregla hefur rannsakað málið og komist að því að ekkert er hæft í þessum ásökunum.“

[email protected]

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi