Formaður Dýraverndarsambands Íslands hefur gagnrýnt aðbúnað á kjúklinga- og svínabúum hér á landi. Ingimundur Bergmann, formaður Félags kjúklingabænda, segir kjúklingabændur hafa hag af því að hugsa vel um kjúklinga og þeir séu ræktaðir á mannúðlegan hátt.