Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Segir hagsmunaskráningu lágmarksupplýsingar

18.05.2016 - 16:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist ekki hafa farið dult með þá afstöðu sína að líta beri á þær upplýsingar um hagsmunaskráningu þingmanna, sem gerð sé krafa um samkvæmt reglum, sem lágmarksupplýsingar og að þingmönnum sé frjálst að veita ítarlegri upplýsingar ef þeir kjósi svo.

Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformanns Vinstri grænna. Einar segir jafnframt í svarinu að fyrirhugað sé að taka reglur um hagsmunaskráningu til endurskoðunar.

Ekki sé hins vegar hægt að segja fyrir um, til hvers sú endurskoðun leiði. En hagsmunaskráningin sé á ábyrgð þingmanna sjálfra og þeir sjálfir skrái upplýsingar um hagsmunatengsl sín á vef Alþingis og uppfæri eftir því sem tilefni sé til.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV