Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Segir greiðslu fyrir samningsbundin verk

25.09.2015 - 19:20
Erlent · fifa · Evrópa
epa04948790 (FILE) A file picture dated 29 May 2015 of FIFA President Joseph Blatter (L) being congratulated by UEFA President Michel Platini (R) after his election as FIFA president during the 65th FIFA Congress in Zurich, Switzerland. The Office of the
Blatter og Platini er báðir gríðarlega umdeildir. Platini ætlar samt að bjóða sig fram. Mynd: EPA - KEYSTONE FILE
Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, segir að greiðsla sem hann hafi þegið frá alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA hafi verið fyrir samningsbundin verkefni.

Svissneska saksóknaraembættið greindi í dag frá rannsókn á hendur Sepp Blatter, forseta FIFA, vegna gruns um fjármálamisferli, þar á meðal á greiðslu til Platini árið 2011.

Í tilkynningu embættisins sagði að Platini hefði þegið jafnvirði um 260 milljóna króna fyrir verkefni á árunum 1999-2002 og rannsaka ætti hvort sú greiðsla hafi verið lögleg. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV