
Segir fasisma á uppleið hérlendis
„Merkel er komin í töluverðan vanda. Það lá fyrir, fyrir þessar upplýsingar að hún myndi sigla lygnan sjó í gegnum kosningabaráttuna núna í næsta mánuði og ná endurkjöri, en núna er þetta orðið eitt af tveimur helstu kosningamálum í Þýskalandi, þessar uppljóstranir Snowdens.“
Kristinn sagði þær aðgerðir yfirvalda til að reyna að stöðva uppljóstranir og störf blaðamanna vera merki um aukna leyndarhyggju yfirvalda.
Hann sagði blaðamennsku sem snýr þjóðaröryggishagsmunum og leyndarhyggju vera skilgreinda sem nánast refsivert athæfi. Þá sagði hann njósnir um almenna borgara vera einkenni á alræðisríki. Þegar farið væri að beina spjótum sínum að blaðamennsku og þeim sem upplýsa um leyndarhyggjuna, um glæpi sem verið er að hylma yfir, hvort sem það væru stríðsglæpir eða njósnir, þá væru það fasiskír tilburðir
Kristinn sagði að ógnir og ofsóknir á hendur blaðamönnum væru merki um að fasismi væri á uppleið bæði erlendis og hérlendis: „Það er ekkert að því að gagnrýna stofnanir, gagnrýna fréttaflutning. En þetta er af nýjum toga þetta er nýr tónn í árásum í blaðamennsku á RÚV. Oft hefur gustað um þessa stofnun, en þetta virðist vera núna samræmd aðgerð af pólitískum toga sem að er tilraun til þess að fæla menn til sjálfsritskoðunar eða þöggunar.“