Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Segir ekkert kynþáttahatur í Úkraínu

10.06.2012 - 21:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsliðsþjálfari Úkraínu í knattspyrnu, Oleg Blokhin blandaði sér í dag í umræðu um kynþáttahatur og fótbolta sem komið hefur upp í tengslum við Evrópumótið sem haldið er þessa dagana í Úkraínu og Pólllandi. Blokhin þvertók fyrir það að slíkt væri að finna í Úkraínu.

Hann sagði að atvik á borð við þau sem sést hafa í Póllandi þar sem hróp hafa verið gerð að svörtum liðsmönnum Hollendinga og Tékka myndu aldrei verða í Úkraínu. Enda, sagði Blokhin, eigi stjórnmál og fótbolti ekkert sameiginlegt.