Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Segir að kosningakerfi Pírata sé gallað

Mynd með færslu
 Mynd:
Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var efstur í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðasta mánuði er vonsvikinn yfir því að listinn hafi verið felldur úr gildi. Píratar staðfestu listann ekki í sérstakri kosningu í gær. Píratar um allt land kjósa nú um nýjan lista í kjördæminu og það líst Þórði ekki á. 

Hann segir að fólkið í Norðvesturkjördæmi hafi kosið lista en núna verði kosið á landsvísu.  Píratar út um  allt land kjósi lista fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi.  

Þórður var sakaður um að hafa smalað í prófkjörið en hann segir að engin skilgreining sé til á smölun. Þeir sem komi flokkinn bara til að kjósa hann hafi mátt það og þar fyrir utan hafi verið smalað í öllum kjördæmum. 

Hann bendir á að í Reykjavík hafi 700 nýskráð sig í flokkinn fyrir prófkjör sem um 1000 kusu í. Þegar kosið er um stefnumál Pírata hafi yfirleitt um hundrað kosið.  Um þátttöku í nýju prófkjöri segist hann telja að allir sem voru á listanum séu að hugsa sinn gang.  Niðurstaðan nú sé ekki sú sem lagt var upp með og menn sóttust eftir. 

Það gengur ekki upp að vera að fara af stað á skipinu og allir hlaupa upp í stýrishús og geta togað í stýrið, þá  mun báturinn aldrei fara rétta leið. Það verða að vera einhverjar reglur og hægt að taka á málum. Á meðan svo er ekki verður þetta rosa erfitt.  Kosningakerfið sjálft er gallað. 
 

Í Norðausturkjördæmi var staðfestur listi frambjóðenda kynntur í gærkvöld. Þrjú efstu sætin skipa: Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Gunnar Ómarsson. Listann má sjá hér.

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV