Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Saurgerlar í neysluvatni í Súðavík

15.12.2016 - 13:30
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Saurgerlar greindust í sýni á neysluvatni í Súðavík sem var tekið þann 13. desember. Íbúar eru því hvattir til að sjóða allt neysluvatn.

Bb.is greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, var mengunin væg og á einum stað. Nú hafa verið tekin fleiri sýni til að staðsetja mengunina og er beðið eftir niðurstöðum.  

Þetta er í annað skiptið í vetur sem að saurgerlar greinast í neysluvatni Súðvíkinga. Fyrri mengunin var talin staðbundin og að hún ætti ekki upptök sín í vatnsbóli bæjarbúa.