Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Saurgerlar í neysluvatni á Hólmavík

02.07.2018 - 12:39
Hólmavík. Strandir. Loftmynd tekin með dróna
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Saurgerlar fundust í neysluvatni á Hólmavík við könnun fyrir helgi. Vegna þessa er fólki ráðlagt að sjóða drykkjarvatn, að því er segir í frétt á vef Strandabyggðar. Til stendur að taka aftur sýni í dag og á vef sveitarfélagsins segir að upplýst verði um niðurstöðurnar um leið og þær berast.
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV