Sauð upp úr á milli vinnufélaganna

Mynd: RÚV / RÚV

Sauð upp úr á milli vinnufélaganna

13.12.2019 - 08:30
Það hitnaði aldeilis í kolunum á milli Helgu og Mána í þrettánda þætti Jólakortsins þegar þau ákváðu að prufukeyra jólamatinn. Máni er, eins og allir vita, orðinn vegan skömmu fyrir jól en Helga er vön því að jólasteikin sé fastur liður á aðfangadagskvöld.

Það gneistar á milli samstarfsfélaganna eftir því sem á líður jólaundirbúninginn og satt að segja er ástandið orðið svo gott sem óbærilegt. Nú þegar ellefu dagar eru til stefnu er spurning hvort Helgu og Mána takist að bjarga móralnum sín á milli og um leið jólunum. 

Enginn vill standa í deilum um jólin og því ríður á að þau náu að lægja öldurnar sín í milli svo aðfangadagskvöld megi fara fram með sem ljúfustum hætti. 

Jólakortið er jóladagatal RÚV núll í 24 þáttum. Það er aðgengilegt á spilara RÚV, samfélagsmiðlum RÚV núll á Facebook og Instagram en einnig í RÚV frelsinu í þjónustum símafélaganna í sjónvarpinu. Ekki missa af þætti fram að jólum. 

Tengdar fréttir

Íhugaði að gefa mörghundruð þúsund króna hring

Jólasveinn á kafi í Reykjavíkurtjörn

Þurfti á fersku sveitalofti í lungun að halda