Sátu ekki nefndarfundinn með Írisi

30.11.2018 - 15:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Þeir Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason sátu hvorugir fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í hádeginu í dag, þegar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, var gestur nefndarinnar. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunfend, við fréttastofu.

Á upptökum af barnum Klaustri má heyra hóp þingmanna, þeirra á meðal Bergþór og Karl Gauta, ræða um Írisi á óviðeigandi hátt.

Bergþór sat sameiginlegan fund samgöngu- og utanríkisnefnda þingsins en lét sig hverfa eftir um það bil hálftíma. Áður en Íris mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar óskaði nefndin eftir því að Karl Gauti viki af fundinum og varð hann við því.