Sara Netanyahu dæmd fyrir spillingu

16.06.2019 - 09:59
epa06013411 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu and his wife Sara Netanyahu wait for Ethiopian Prime Minister Hailemariam Desalegn and his wife Roman Tesfaye during an official welcome ceremony at the Prime Minister's Office in Jerusalem,
Netanyahu-hjónin, Benjamín og Sara, sæta bæði rannsókn vegna gruns um spillingu. Mynd: EPA
Sara Netanyahu, eiginkona Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmd fyrir að hafa misnotað ríkisfé. Hún var sökuð um að hafa eytt allt að 100.000 bandaríkjadollurum, eða um 12 milljónir króna í máltíðir, svo sem á lúxusveitingastöðum.

Þessu greinir The Washington Post frá í dag.

Dómur féll í kjölfar samkomulags milli Söru og saksóknara og var henni gert að greiða 15 þúsund bandaríkjadollara sekt, eða tæpar tvær milljónir króna. Sara játaði á sig þau minniháttar brot sem hún var ákærð fyrir, en hún hafði meðal annars verið ákærð fyrir fjársvik og gat því átt yfir höfði sér alvarlegri dóm. 

Yfirheyrslur eiga að hefjast í október í máli forsætisráðherra en hann er sakaður um fjármálasvindl og að hafa þegið mútur í starfi. 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi