Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sara hætt - Annie með hjartsláttartruflanir

Mynd með færslu
Ragnheiður Sara þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Mynd: Síða Crossfit Games - RÚV

Sara hætt - Annie með hjartsláttartruflanir

05.08.2018 - 10:52
Gærdagurinn var afdrifaríkur á heimsleikunum í Crossfit en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Þá fékk Annie Mist Þórisdóttir hjartsláttartruflanir á meðan keppni stóð. Hún er þó ekki hætt og er sem stendur í 5. sæti á meðan Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 4. sæti. Þá er Björgvin Karl Guðmundsson í 5. sæti karlamegin. Leikarnir fara fram í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum.

„Stund­um eru hlut­irn­ir ósann­gjarn­ir  og fara ekki eftir áætlun“

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð fyrir meiðslum á rifbeinum í upphafi árs og tóku þau sig upp í byrjun leikanna. Eftir að hafa harkað af sér allt fram í níundu þraut keppninnar þá varð Ragnheiður einfaldlega að segja þetta gott. 

Hún var í 11. sæti leikanna eftir tvo keppnisdaga þegar hún ákvað að segja staðar numið eftir að hafa rætt við þjálfara sinn og lækna.

Þetta voru fjórðu heimsleikar Ragnheiðar Söru en hún hefur aldrei lent neðar en í 4. sæti. Lýsti hún því sem gerðist á samfélagsmiðlinum Instagram eftir að það varð ljóst að hún yrði að draga sig úr keppni.

 

Sometimes things are unfair and don´t go as planned☹️ _ I have never been as well prepared for the @CrossfitGames as I was this year but early on in the competition something happened and my ribs got really sore and bruised. I was in a bit of denial and decided to tough it out. In the "Marathon row" the pain went a way as soon as had hit 10 km, so I thought this couldn´t be that bad. Afterwards the pain got so much worse of course. I started Friday, still in denial, and after the "Clean and jerk ladder" pain killers had become my best friend. I decided to keep on pushing today regardless of all the alarm bells but once I started warming up for events 9 and 10 the pain had become so bad that I could not bend over to do a snatch or complete a muscle up on the bar. _ It is one of the hardest things I have ever had to do in my life but I have decided to withdraw from the competition due to a stress fracture injury on my rib. _ This desicion is made after a consultation with my coach and doctors. There was only one decision to be made, and as much as I hate the fact that I am not going to finish this competition I know that this is the only right way to proceed. _ I will give a better and more detailed explanation on all of this when I know more but one thing is for sure. I´ll be back!!! _ Love, Sara 

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on

Þar skrifar Ragnheiður Sara til að mynda: „Verk­ur­inn var orðinn það mik­ill að ég gat ekki beygt mig niður til að snara eða gera upphíf­ingu. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert en ég hef ákveðið að draga mig úr keppni  vegna álags­meiðsla í rif­bein­um,“ skrif­ar Ragnheiður sem er þó viss um að hún muni snúa eftir.

Hjartsláttartruflanir í miðri keppni

Í miðri 9. grein leikanna varð Annie Mist Þórisdóttir fyrir hjartsláttartruflunum. Hún hefur glímt við slík vandamál síðan hún var unglingur en aldrei á meðan keppni stendur. 

Líkt og Ragnheiður Sara þá nýtti Annie samfélagsmiðilinn Instagram til að tjá sig um hvað gerðist.

 

Absolutely LOVED that event!! I was so happy when I finished the pistols and got to the box at that point I knew the workout was mine! I’ve been hoping for those high box jumps  But then something I’ve had to manage since I was a teenager , a heart arrhythmia, set in on box jump number 5 - this happens in training maybe 3-4 times through the year and I have not wanted to get a surgery done - this has never happened during competition, but today it did. It’s scary when you’re no longer in control and with this many fit ladies around me, resting didn’t seem like an option. I think it might have been the impact from the box jumps that caused it, and two more episodes happened before finishing my 25th rep. Sometimes things don’t go the way you’d want them to but only thing you can control is how you react to it. Tonight will be LIT 

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on

Keppni hefst aftur klukkan 15:20 í dag en þetta er síðasti keppnisdagur leikanna.

Staðan fyrir síðasta keppnisdag

Annie Mist lét hjartsláttartruflanirnar ekki slá sig út af laginu og er hún í 5. sæti fyrir lokadag leikanna. Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem hefur tvisvar landað sigri á leikunum, er í sætinu fyrir ofan. 

Þá er Björgvin Karl Guðmundsson í 5. sæti karlamegin.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Annie, Katrín og Ragnheiður meðal sex efstu