Sannspár HM Hákon?

Mynd: Hákon Jóhannesson / RÚV

Sannspár HM Hákon?

14.07.2018 - 11:00
Eftir mikið hringsól og ferðalög er HM Hákon aftur kominn til Amsterdam og hefur endanlega gefið upp vonina um að komast nokkurn tíman til Rússlands

Hákon Jóhannesson hefur verið stoð og stytta Núllsins í gegnum ævintýrið sem Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur verið. Nú er komið að lokaleikjunum og hann spáði að sjálfsögðu í spilin fyrir þá.

Frá upphafi hefur Hákon sagt að Króatar væru mjög líklegir til sigurs og stendur við spá sína um að þeir vinni titlinn. Hann segir hins vegar að allar framlengingar Króata geta spilað inn í. Þrjár framlengingar gera samanlagt einn heilan fótboltaleik aukalega miðað við Frakkana.

Varðandi leikinn um þriðja sætið telur Hákon Englendingana ef til vill svolítið sprungna og spáir því að Belgar taki bronsið.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Hákon í spilaranum hér að ofan.