Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sanna: Enginn haft samband við mig

Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson/R / Vilhjálmur Þór Guðmundsson/R
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir að enginn hafi enn komið að máli við hana varðandi mögulega myndun meirihlutastjórnar í borginni. Hún segir mestu máli skipta að finna flöt á því hvernig hægt verði að koma til móts við þá hópa sem hingað til hafi ekki átt sér málsvara, svo sem láglaunafólk, verkafólk, lífeyrisþega, innflytjendur, öryrkja og fátækt fólk.

Sanna segist hafa heyrt í öðrum flokkum með óformlegum hætti, en hún sé ekki komin á þann stað að ræða mögulega myndun borgarstjórnar.

Viðtalið við Sönnu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.