Samþykktu að leita málamiðlana

17.12.2015 - 23:44
epa05073038 British Prime Minister David Cameron (L), German Chancellor Angela Merkel (2-L), Spanish Prime Minister Mariano Rajoy (3-L), EU Council President Donald Tusk (2-R) and Bulgarian Prime Minister Boyko Borissov (R) during a family picture at the
 Mynd: EPA - EPA POOL
Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu í kvöld að leita málamiðlana við kröfum Breta um umbætur á sambandinu. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusamabandsins, að loknum fundi leiðtoganna í Brussel í kvöld.

Hann sagði að þeir hefðu lýst yfir áhyggjum, en jafnframt vilja til að leita málamiðlana. Tusk sagði viðræður leiðtoganna hafa skilað talsverðum árangri og  kvaðst bjartsýnni en hann hefði verið fyrir fundinn.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi