Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Samstaða í árlegri ljósagöngu UN Women

25.11.2018 - 19:14
Mynd:  / 
Hin árlega ljósaganga UN Women fór fram í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. Á annað hundrað manns tóku þátt í göngunni sem markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Með göngunni í ár eru þær konur sem hafa léð metoo-hreyfingunni rödd sína og reynslu heiðraðar. Arna Grímsdóttir, formaður UN Women á Íslandi, segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu í göngunni. Markmiðið með henni sé að komast að því hver viðbrögðin við metoo-hreyfingunni eigi að vera.

„Á hverju ári er alltaf haft mál eða áherslu sem horft er til með ljósagöngunni og í ár er áherslan á það að hlusta á raddir þolenda. Hlusta og gefa þeim þolinmæði. Trúa þeim og gefa þeim svigrúm,“ segir Arna. 

 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV