Samsæriskenningar og dauði Adolfs Hitlers

10.06.2018 - 20:49
epa03298959 (FILE) An undated file photograph shows the leader of the National Socialist German Workers Party Adolf Hitler gesturing during a speech. Reports on 07 July 2012 state that Adolf Hitler personally intervened to prevent a Jewish comrade and
 Mynd: EPA - DPA
Niðurstaða færustu vísindamanna er að Adolf Hitler lést í Berlín undir lok heimstyrjaldarinnar síðari. Þar með ætti að vera ljóst að hann náði ekki að flýja til Suður-Ameríku og þaðan af síður til tunglsins. Enginn skortur hefur verið á samsæriskenningum um örlög leiðtoga þriðja ríkisins.

Vísindamennirnir segja þetta fyrstu rannsókn á líkamsleifum Adolfs Hitlers frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar og niðurstaðan er ótvíræð. Það er enginn möguleiki á að Hitler lifi góðu lífi á tunglinu. Rannsóknin var langt því frá einföld því á síðustu 73 árum hefur verið kveikt í líkinu, það grafið með leynd og síðan grafið upp aftur, falið af útsendurum KGB og að lokum var líkinu eytt. Vegna leyndar og skorts á upplýsingum hafa samsæriskenningar um örlög hans blómstrað.

This combination of undated photos provided by Christie's shows "Him," a controversial sculpture of Adolf Hitler by Maurizio Cattelan. Viewed from the rear, it appears as a child-like figure kneeling in prayer. But from the front, viewers
 Mynd: AP - Christie's
Adolf Hitler eftir Maurizio Cattelan

Hópur franskra vísindamanna náði að sannfæra rússnesk stjórnvöld um að leyfa þeim að rannsaka síðustu menjar Hitlers, lítið brot úr höfuðkúpu og hluta úr frekar ógeðslegum tanngarði. Með samanburði við eldri gögn var niðurstaðan ótvíræð, þetta voru tennur Hitlers. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar í European Journal of Internal Medicine sagði Philippe Charlier, forsvarsmaður hópsins, að það væri ekki nokkur einasti vafi, Adolf Hitler hefði dáið árið 1945. Hann segir útilokað að Hitler hafi flúið til Argentínu í kafbáti, hann sé örugglega ekki að finna á leynilegum stað á Suðurskautslandinu og þaðan af síður á tunglinu. Hann hafi að öllum líkindum dáið í neðanjarðarbyrgi, líklega eftir að hafa gleypt blásýru og síðan skotið sig í höfuðið til öryggis.

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Adolf Hitler

Í Washington Post eru raktar nokkrar af vinsælustu samsæriskenningum um örlög Adolfs Hitlers. Ein af þeim lífseigustu er að Hitler hafi dáið hetjudauða í bardaga. Klukkan 10:20, daginn eftir sjálfsmorðið, flutti þýskur aðmíráll útvarpsávarp og tilkynnti þjóðinni að leiðtoginn hefði fallið í orrustu nokkrum klukkustundum fyrr. Þessari kenningu var haldið á lofti í bókinni The Death of Hitler og læknir fullyrti að hann hefði gert allt sem í hans valdi stóð til að bjarga foringjanum eftir skotsár í bringuna sem hefði sprengt bæði lungu leiðtogans.

epa00827356  This is one of a collection of 21 watercolours attributed to Adolf Hitler which are to be sold at auction  in Cornwall, England Tuesday 26th September 2006.  They are judged to be authentic because they are similar to other known work by the
 Mynd: EPA - Annað málverk eftir Hitl - JEFFERYS AUCTIONEERS
Mynd eftir Adolf Hitler

Eins og bent er á í rannsókn Charlier og félaga, fyrirskipaði Hitler að komið yrði í veg fyrir að Rússar, sem nálguðust Berlín óðfluga, gætu fundið og saurgað líkamsleifar hans. Þess vegna var líkið brennt og grafið. Rússarnir fundu auðvitað líkamsleifarnar, krufðu líkið og lýstu því yfir að hann hefði fyrirfarið sér á lágkúrulegan máta. Rússar leyfðu engum öðrum að skoða niðurstöðurnar og líkið var falið þar til því var eytt á áttunda áratugnum. Aðeins brot úr höfuðkúpu og hluti af kjálkabeini varðveittist. Engu að síður birtist Hitler út um allt eftir stríðið, sem féhirðir í frönsku spilavíti, sem fjárhirðir í Ölpunum eða sem einbúi í helli. Svo útbreiddar voru þessar sögur að Dwight Eisenhower ræddi þennan möguleika við vini og vandamenn.

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Hitler á góðri stund

Kafabátaflóttasagan hefur alltaf notið mikilla vinsælda og Daily Mail gerði þá sögu ódauðlega. Undir málverki af Friðriki mikla Prússakonungi tilkynnti Hitler nánustu samstarfsmönnum síðum að Fjórða ríkið myndi rísa og sjálfur yrði hann að leiða það mikla stórveldi. Flótti var því eina lausnin, skrifaði Daily Mail. Þremur dögum fyrir hið meinta sjálfsvíg voru staðgöngulík hans og Evu Braun klædd í þeirra líki eins og þau, á meðan Hitler fór sjálfur út um leynileg göng byrgisins, komst með flugvél til Danmerkur og síðan Spánar. Þar fór hann í kafbáti til Suður-Ameríku þar sem hann síðan lifði friðsömu lífi. Daily Mail sagði að vissulega hljómaði þetta ólíkindalega ósennilega en væri mörgum heilagur sannleikur. Reyndar er kafbátasagan svo margtuggin að bókahöfundar rithöfundar hafa ítrekað sakað hver annan um ritstuld.

epa05853742 Turkish Gunes newspaper seen with a headline 'Female Hitler, Ugly Aunt' depicting a picture of German Chancellor Angela Merkel as Adolf Hitler, in Istanbul, Turkey, 17 March 2017. Tension between Germany and Turkey took a new turn
Samskipti Þjóðverja og Tyrkja hafa verið kuldaleg, einkum eftir að forseti Tyrklands fullyrti að stjórnvöld í Þýskalandi beittu starfsaðferðum nasista. Mynd: EPA
Tyrkneskt dagblað sýnir Angelu Merkel í líki Hitlers

Vissulega hvarf þýskur kafbátur undir lok stríðsins og fjölmargir háttsettir nasistar komust til Suður-Ameríku. Í leyniskýrslu CIA sem nú hefur verið gerð opinber kemur fram að stofnunin rannsakaði hvort Hitler hefði verið einn þeirra. Trúverðugur heimildarmaður kom á skrifstofu CIA í Venesúela árið 1955 með mynd sem tekin hafði verið í Kólumbíu af tveimur mönnum, fyrrum foringja í SS sveitum nasista og manni sem kallaði sig Adolf Schüttelmayor en líktist mjög Hitler. Rannsókn CIA leiddi í ljós að vera Hitlers í Kólumbíu væri opinbert leyndarmál í ákveðnum kreðsum. Nasistar væru þar fjölmargir og Schüttelmayor væri kallaður foringinn og heilsað með virktum að nasistasið. Rannsókninni var að lokum hætt en Hitler hélt áfram að birtast hér og þar. Í neðanjarðarbyrgi í Paragvæ eða í Brasilíu þar sem hann leitaði fjársjóða með korti úr sjálfu Vatíkaninu.

epa04625015 Florian Kotanko from the Society for Contemporary History stands in front of a information plaque at Hitler's birth house in Braunau, Austria, 05 February 2015. The house in which Adolf Hitler was born has stood empty for four years. The
 Mynd: EPA - DPA
Fæðingarstaður Hitlers í Braunau í Austurríki

Ein útgáfa kafbátasögunnar gengur út á að kafbáturinn hafi farið til Suðurskautslandsins í leynilega herstöð nasista og Hitler farið þaðan til Suður-Ameríku. Bretar og Bandaríkjamenn eiga að hafa farið í marga leiðangra til að finna þessa herstöð, sem náðu hámarki þegar leynistöðin var sprengd með kjarnorkusprengju á sjötta áratugnum.

epa03369935 (FILE) A NASA handout photo dated 20 July 1969 shows Apollo 11 astronaut Neil Armstrong working at the base of the lunar module on the moon. Neil Armstrong, the 1st man on the moon, has died at age 82.  EPA/NASA / HO  HANDOUT EDITORIAL USE
 Mynd: EPA - NASA / HO
Neil Armstrong á tunglinu 20. júlí 1969

Og svo er það alltaf sagan um að Hitler hafi flúið til tunglsins.

palmij's picture
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi