Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Samræmdu prófi í ensku frestað

09.03.2018 - 09:36
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Menntamálastofnun hefur ákveðið að fresta samræmdu prófi í ensku vegna tæknilegra örðugleika í prófakerfinu í morgun. Í tilkynningu kemur fram að hnökrar hafi verið í kerfinu og að vandamál tengt álagi hafi aftur komið upp en hætta þurfti við íslenskuprófið á miðvikudag af sömu ástæðu.

Menntamálastofnun segir að þeim sem eru í prófinu og gengur vel sé heimilt að ljúka við prófið. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV