Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Samningur um ættleiðingar langt kominn

20.02.2013 - 08:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Líkur eru á að gengið verði frá samkomulagi við Rússa á næstu vikum sem gerir Íslendingum kleift að ættleiða börn þaðan. Unnið hefur verið að gerð slíks samnings um þriggja ára skeið.

Fyrir rúmu ári lýsti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, því svo yfir að Rússar væru reiðubúnir að ganga frá slíkum samningi. Sú samningagerð er á lokastigi. Að því er fram kemur á vef samtakanna Íslensk ættleiðing sendu íslensk stjórnvöld lokadrög að samningi til Rússlands á föstudag. Vonast forsvarsmenn félagsins til að fulltrúi rússneskra stjórnvalda komi hingað til lands á næstu vikum og undirriti samninginn.