Samningslausir í hálft ár

08.03.2016 - 19:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmanna BHM hafa dregist úr hömlu að dómi bandalagsins. Þar hafa menn verið samningslausir í rúmlega hálft ár. Í yfirlýsingu frá BHM segir að fólk íhugi aðgerðir, sífellt erfiðara verði að fá háskólamenntaða sérfræðinga til starfa hjá sveitarfélögunum. Ef ekkert verði að gert sé grunnþjónusta þeirra í hættu.

Launakerfið sé gallað og ógagnsætt. Sérstaklega er bent á það að grunnlaun séu mun lægri en hjá öðrum opinberum aðilum og á almennum vinnumarkaði. Til að bæta það upp hafi árum saman verið notaðar fastar yfirvinnugreiðslur. Nú hafi aðildarfélög BHM lagt til breytta launasamsetningu, nýtt og betra kerfi megi ekki bíða lengur

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV