Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Samningaviðræður í Sýrlandi frestast enn

13.08.2013 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Fyrirhuguð friðarráðstefna í Rússlandi, sem leiða á Bashal al-Assad Sýrlandsforseta og uppreisnarmenn að samningaborðinu verður líklega ekki haldin fyrr en í október í fyrsta lagi.

Gennady Gatilov varautanríkisráðherra Rússlands sagði við Interfax-fréttastofuna að undirbúningur myndi þó standa yfir í ágúst, en dagskrá þátttakenda sé of þétt setin í september til að hægt sé að halda ráðstefnuna þá.

Upphaflega höfðu Rússar, sem eru einir helstu bandamenn Sýrlandsforseta, lagt til að fundurinn yrði haldinn í maí síðastliðnum. Síðan þá hefur her Assads sífellt sótt í sig veðrið gegn uppreisnarmönnum og það hefur orðið til þess að viðræðunum hefur verið frestað reglulega síðan.