Sammi hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin tuttugu ár. Hann hefur unnið náið með fjölda tónlistarmanna ýmist sem hljóðfæraleikari, útsetjari eða meðhöfundur. Að auki starfrækir hann eigin stórsveit, Samúel Jón Samúelsson Big band. Sammi hefur starfað sem tónlistarstjóri bæði við sjónvarpsþáttagerð, leikhús, auglýsingar og kvikmyndir.
Söngvakeppnin 2018 hefst í febrúar en þessa dagana er óskað eftir lögum í keppnina. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision og fær þrjár milljónir króna í verðlaun.
Eurovision verður haldin í maí og má því segja að íslenska þjóðin eigi annasamt sumar framundan á næsta ári. Í tilefni af þátttöku karlalandsliðsins á EM síðasta sumar hljóðritaði Sammi lagið „Áfram Ísland“ og því er aldrei að vita nema tónlistarráðgjafinn knái skelli í einn HM-smell að loknu Söngvakeppnisævintýrinu í maí.