Samninganefndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins komust að samkomulagi um nýjan kjarasamning eftir langan fund í húsakynnum Ríkissáttasemjara í kvöld.
Fundinum lauk á tíunda tímanum í kvöld. Frá þessu er greint á mbl.is. Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, segist bjartsýnn að félagsmenn muni samþykkja samninginn. Hann feli í sér breytingar í átt til hagræðis og sé í átt að þeim kröfum sem flugvirkjar hafa barist fyrir.