Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Samið við starfsmenn við Þeistareyki

09.11.2015 - 09:38
Mynd með færslu
 Mynd: LNS saga
Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn hafa samið við pólska verktakafyrirtækið G&M, um kaup og kjör starfsmanna fyrirtækisins við Þeistareyki.

Fyrirtækið G&M er undirverktaki hjá LNS Saga, sem sér um byggingu stöðvarhúss Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun.

Um 80 erlendir starfsmenn hafa verið við Þeistareyki á vegum G&M undanfarna mánuði. Á vef Framsýnar kemur fram að þeir starfi þar samkvæmt svokölluðum stórframkvæmdasamningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV