Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Samið við Rússa um jarðhitamál

24.10.2011 - 14:08
Mynd með færslu
 Mynd:
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Sergey Shmatko, orkuráðherra Rússlands, undirrituðu í Moskvu í dag samstarfssamning milli Íslands og Rússlands um jarðhitamál.

Rússar segjast hafa mikinn áhuga á frekari nýtingu jarðhita og er markmiðið með samningnum að auka rannsókna- og vísindasamstarf á sviði jarðhita og einnig að efla tengsl fyrirtækja er vinna að nýtingu jarðhita.  Á morgun undirritar Katrín samstarfssamning milli ríkjanna um ferðamál. Í tengslum við hann ætla fulltrúar nokkurra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja að kynna starfsemi sína fyrir rússneskum ferðaskrifstofum.