Samið um vopnahlé í Suður-Súdan

21.12.2017 - 18:59
epa04833157 Members of the South Korean contingent Hanbit unit run at its base in the city of Bor, Jonglei State, South Sudan, 06 July 2015, as they take part in a quick-reaction-force drill. The 290-member unit, mostly engineers and medics, is in South
Suðurkóreskir friðargæsluliðar á æfingu í Suður-Súdan. Mynd: EPA - Yonhap
Stríðandi fylkingar í Suður-Súdan hafa samið um vopnahlé frá og með aðfangadegi. Samkomulagið var undirritað í dag í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Moussa Faki, formaður Afríkusambandsins, fagnaði áfanganum og sagði hann fyrsta skrefið til friðar í landinu. Vopnahléinu þyrfti að fylgja eftir með frekari friðarumleitunum.

Suður-Súdanar börðust árum saman fyrir sjálfstæði. Sú barátta skilaði árangri árið 2011, en tveimur árum síðar fór allt í bál og brand í valdabaráttu milli Salva Kiirs forseta, og Rieks Machars, fyrrverandi varforseta. Friðarsamkomulag náðist árið 2015, en það fór út um þúfur ári síðar.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi