Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Samið um vopnahlé á Gaza

14.11.2018 - 09:36
Smoke rises from an explosion caused by an Israeli airstrike on Gaza City, early Saturday, Oct. 27, 2018. Israeli aircraft struck several militant sites across the Gaza Strip early Saturday shortly after militants fired rockets into southern Israel, the
 Mynd: AP
Forystumenn Hamas og annarra fylkinga Palestínumanna á Gaza hafa samþykkt vopnahlé við Ísrael sem Egyptar hafa komið í kring. Vopnahléið tekur gildi eftir tveggja sólarhringa harðar loftárásir Ísraela og eldflaugaárásir Palestínumanna. Átökin eru þau mestu í fjögur ár.

Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og yfirmenn ísraelska heraflans hafa ekki tjáð sig um vopnahléið en börn í Suður-Ísrael fóru í skóla í morgun eftir tveggja daga vist í loftvarnarbyrgjum. Avigdor Lieberman, landvarnarráðherra Ísraels, segist andvígur því að loftárásum verði hætt á Gaza.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV