Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Samfylkingin langstærst í borginni

Mynd með færslu
 Mynd:
Samfylkingin er orðinn langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 37,3 prósent og fengi hún sex borgarfulltrúa sé miðað við niðurstöður könnunarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur og mælist með 20,9 prósent og fengi þrá fulltrúa. Björt framtíð er með litlu minna fylgi, eða 19,9 prósent og fengi einnig þrjá menn í borgarstjórn. Píratar mælast með 7,5 prósent fylgi og fengju einn borgarfulltrúa, rétt eins og Vinstri græn, sem mælast með 6,1 prósent fylgi. Einhverjir kjósendur virðast hafa kunnað að meta yfirlýsingu Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um að draga ætti til baka lóðaúthlutun fyrir trúfélag múslima. Framsókn fengi einn borgarfulltrúa og mælist nú með 5,5 prósent fylgi.