Fyrirhugað sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði er í uppnámi eftir deilur innan Bjartrar framtíðar. Þetta segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir að innan Bjartrar framtíðar sé fólk þreytt eftir átök og rugling, og að fulltrúar flokksins sem áttu að skipa annað og þriðja sæti á sameiginlegum framboðslista hafi dregið sig í hlé.